Hvað gerist við og eftir þessa nýju sérmeðferð:

 

“Elite”Demantshúðslípun vinnur enn markvissar og kröftuglegar á skemmdum húðar en nokkru sinni fyrr.  Strax við fyrstu meðferð fær húðin aukinn ljóma.  Með endurteknum meðferðum verður áferð húðar fágaðri, fíngerðari og sléttari.  Þær  stinna og styrkja húðvefinn, örva frumustarfsemi húðar þannig að hún þéttist og stinnist.  Sólarskemmdir, litabreytingar, öldrunar-blettir, djúpar og grunnar hrukkur og ör eftir bólur minnka marksvisst á enn margfaldari hraða.

 

Í einfölduðu líkindarmáli mætti líkja áhrifum þessarar meðferðar við hjartahnoði fyrir húðfrumurnar.  Við þessa örvun byrja þær hægt en örugglega að starfa af fullum krafti á ný.  Staðreyndin er að strax eftir 25 ára aldur byrjar hnignun húðar og húðfrumurnar letjast og hægja á endurnýjun sinni, sem gerir það að verkum að við förum að sjá fyrstu einkenni öldrunar á húð okkar.  Demantshúðslípun er svo fullkomlega rökrétt og auðskiljanlegt ferli þegar hún er útskýrð á þennan einfalda hátt.  Það tekur okkur mörg ár að mynda djúpar hrukkur og aðrar skemmdir í húð.  Þær hverfa ekki á einni nóttu en Demantshúðslípun er langtímaferli og þ.a.l. raunveruleg viðgerð.  Starfsemi húðar verður sterkari, heilbrigðari og enn virkari.  Þannig hægjum við á öldrunarferli húðar.  Það er engin skyndilausn til.  Ef þér er lofað öðru þá er það ekki raunhæft.  Góðir hlutir gerast hægt.  Þessi meðferð gefur okkur raunhæfan kost á að eldast með reisn.

 

 

 

Hvernig er meðferð framkvæmd:

 

Húð er djúphreinsuð með Gull-Enzyme-Djúphreinsi sem vinnur milt á yfirborði húðar og rýfur húðfrumutengi efsta lags hennar.  Síðan er húðin slípuð niður með demantssandkristöllum.  Meðferðin örvar í kjölfarið vöxt nýrra frumna í undirlagi hennar.  Það er alls ekki verið að þynna húð varanlega.  Heilbrigð húð er og verður alltaf 5 húðlög.  Húðin upplifir meðferðina í upphafi sem áreiti og sjálfkrafa viðgerðarferli fer í gang.  Húðin gerir sér grein fyrir að hún þarf að vinna upp þynningu yfirborðsins sem allra fyrst.  Við þetta fer þetta rökræna ferli í gang sem ég talaði um í upphafi. Milia-korn/Hyrnisperlur, stíflaðir fitukirtlar, húðholur ofl.hreinsað eftir þörfum.  Eftir hverja demantshúðslípun er djúpnærandi ampúlur settar yfir allt andlit og háls og að lokum Lúxus-Maski frá Colorclay, sem er lífrænt vottaður, náttúrulegur maski án allra parabena og rotvarnarefna. 

 

Gæði og hreinleiki í vörum skipta öllu í þessu ferli.

 

 

 

Hversu margar meðferðir er mælt með að taka:

 

Það fer algjörlega eftir því hvaða árangri hver og einn vill ná. Til að ná sem mestum árangri er best að fara í 10 meðferðir í röð með 7 daga millibili.