hareedaslitVið fjarlægjum ur andliti háræðastjörnur, blóðblöðrur, háræðaskemmdir í andliti eftir rósroða. Það þarf yfirleitt 3 meðferðir til að loka skemmdu háræðunum endanlega. 4 vikur þurfa að líða milli meðferða.

Með því að loka skemmdu háræðunum léttist á öllu kerfinu og eyðileggingarferlið stöðvast þannig núverandi skemmdir verði ekki enn meiri og enn meira áberandi. Þetta dregur úr líkum að fá nýjar háræðaskemmdir.

Við meðhöndlum rósroða og skemmdir eftir rósroða með mjög góðum árangri. Guðrún eigandi Snyrtistofunnar Hafbliks hefur sjálf þjáðst af rósroða í tvo áratugi og hefur mikla reynslu af því að meðhöndla hann.