Intraceuticals wins Spa Treatment of the Year 2017 at Asia Spa Awards! from Intraceuticals on Vimeo.

Intraceuticals infusion/Súrefnismeðferð er einstaklega áhrifarík fegrunarmeðferð sem beinist að því að bæta á náttúrulegar rakabirgðir húðar, minnka og jafna línur og djúpar hrukkur í andliti og á hálsi án þess að húð sé rofin með nálum eða skurðaðgerðum.

Rakastig húðar er aukið verulega, ekki bara á yfirborðinu heldur einnig í neðri lögum hennar með því að þrýsta Hyaluronic sýru (sem er fjölskykrusýra) og vítamínum niður með þrýstingi frá hreinu súrefni.  Hyaluronic sýran bindur raka í húð og gefur henni þéttleika og lyftingu.


Í þessa meðferð eru notuð tvö efni: Atoxelene, sem eingöngu er sett í svipbrigðalínur og Rejuvenate eða Opulence sem notað er á allt andlit, háls og bringu.  Þar að auki eru til hreinsandi meðferðir og “Boosterar” til að vinna betur á ákveðnum vandamálum.

Tækið sem notað er vinnur hreint súrefni úr andrúmsloftinu.  Með súrefninu er Hyaluronic sýrunni og nauðsynlegum vítamínum þrýst niður í neðri lög húðarinnar.

Meðferðin kemur af stað ákveðnu yngingarferli í húðinni sem viðhaldið er og aukið með húðvörum sem notaðar eru heima dags daglega.  Húðin verður að fá vítamínskot á hverjum degi, þar sem bætt er á náttúrulegar rakabirgðir hennar.

Við mælum sérstaklega með að taka Súrefnismeðferð með Supreme Demantshúðslípun ef viðkomandi er að leita eftir öflugri yngingar- og viðgerðarmeðferð á húð þar sem Súrefnismeðferð margfaldar áhrif viðgerðarþáttar húðslípunarinnar og flýtir fyrir uppbyggingu og stinningu húðar.